ADA kris ehf. bauð lægst

Tilboð í lokafrágang Björgunarmiðstöðvar Árborgar voru opnuð sl. þriðjdag. Níu verktakar buðu í verkið.

Kostnaðaráætlun Verkís hljóðaði upp á rúmar 68,4 milljónir króna en lægstbjóðandi var ADA kris ehf með tilboð upp á tæpar 54 milljónir.

Bæjaryfirvöld munu fara yfir tilboð ADA kris og athuga hvort fyrirtækið uppfylli skilyrði sem sett voru vegna útboðsins.

Þá hefur verið skipuð þriggja manna eftirlitsnefnd á vegum bæjaryfirvalda sem mun fylgja verkinu eftir og sjá til þess að kostnaðaráætlun standist. Í nefndinni eru Elfa Dögg Þórðardóttir, Ingvi Rafn Sigurðsson og Eggert Valur Guðmundsson.

Önnur tilboð í verkið voru frá:
Smíðandi ehf. kr. 57.918.534.-
TAP ehf. kr. 58.148.765.-
JÁ verk kr. 59.698.708.-
Vörðufell ehf kr. 58.588.322.-
Sveinbjörn Sigurðsson hf. kr. 59.440.000.-
Byggingafélagið Laski ehf kr. 62.825.333.-
J.E. Skjanni b.vekt. ehf. kr. 75.711.872.-
Byggis ehf kr. 92.178.670.-

Kostnaðaráætlun Verkís kr. 68.480.967.-

Fyrri greinFSu örugglega áfram
Næsta greinÞrír útaf í hálku