Aðalleið ehf í Hveragerði átti lægsta tilboðið í gerð hringtorgs við Landvegamót sem ljúka á við í haust.
Um er að ræða hringtorg og minniháttar breytingar á aðliggjandi vegum, sem eru Þjóðvegur 1, Landvegur og Ásvegur.
Tilboð Aðalleiðar hljóðaði upp á tæpar 144 milljónir króna, sem er 5% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar en hann er 137,2 milljónir króna.
Þjótandi á Hellu átti næst lægsta tilboðið, 145,8 milljónir króna, Berg verktakar í Reykjavík buðu 158,8 milljónir króna og E. Gíslason í Kópavogi 176,5 milljónir króna.
Verkinu á að vera lokið þann 1. október næstkomandi.