Tveggja daga aðalmeðferð í máli fyrrverandi gjaldkera björgunarfélags Árborgar sem ákærður er fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Umfang brotanna nemur um sautján milljónum króna.
Grunur um brot gjaldkerans vaknaði í mars 2017 þegar hann viðurkenndi að hafa notað viðskiptakort björgunarfélagsins til að kaupa eldsneyti. Honum var vikið frá störfum á meðan rannsókn lögreglu stóð og ákærður í ágúst í fyrra. Málið er umfangsmikið og ákæra héraðssaksóknara var á sextán síðum.