Aðalvinningurinn dreginn út í kvöld

Hótel Rangá. Ljósmynd/Stefan Liebermann

Í tilefni af 15 ára afmæli sunnlenska.is höfum við verið að gefa lesendum okkar gjafir í afmælisgjafaleik, sem fram fer á Facebook-síðu okkar.

Á hverjum degi frá 8. apríl höfum gefið miða á tónleika, bíómiða, ullarsæng, gjafabréf í verslanir, gjafabréf á veitingastaði og ýmislegt fleira. Heildarverðmæti gjafanna er um 350.000 krónur og hefur það veitt okkur mikla ánægju að geta glatt lesendur sunnlenska.is með þessum hætti.

Við erum þakklát fyrir þann stóra hóp lesenda sem heimsækir vefinn á hverjum degi og okkur langaði að sýna þakklæti í verki með þessum hætti.

Í kvöld gefum við svo síðustu gjöfina og aðalvinninginn, sem er hvorki meira en minna en gjafabréf á Hótel Rangá. Gjafabréfið inniheldur gistingu fyrir tvo í eina nótt í standard herbergi ásamt kampavínsmorgunverði og þriggja rétta sælkerakvöldverði að eigin vali af A la Carte matseðli. Verðmæti gjafabréfsins er 68.900 kr.

Leikinn má finna hér og við drögum út klukkan 22:00 í kvöld, páskadag.

Fyrri greinHamar í vænlegri stöðu
Næsta greinEinn í haldi lögreglu eftir atvik í heimahúsi