Aðeins þrjú hraðakstursbrot á einni viku

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurland stöðvaði aðeins þrjá ökumenn í síðustu viku vegna hraðaksturs í umdæmi sínu.

Einn var við Ingólfsfjall þar sem hraði er tekinn niður í 70 km/klst vegna vegaframkvæmda og annar á Suðurlandsvegi við Þingborg þar sem hraði er tekinn niður í 70 km/klst á vegkaflanum en þar er vegtenging við leikskóla og skrifstofur. 

Þriðji ökumaðurinn var á ferðinni við Hjörleifshöfða á 90 km/klst vegi.

Fyrri greinGul viðvörun: Stormur og stórsjór
Næsta greinUndir áhrifum fimm ólöglegra efna undir stýri