Adólf Ingvi Bragason hefur verið ráðinn útibússtjóri Sjóvár á Selfossi. Umsækjendur um starfið voru 45 talsins.
Adólf er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og hefur starfað sem verkefnastjóri í markaðs- og söludeild Securitas síðustu þrjú ár.
Hann tekur við starfinu af Bryndísi Brynjólfsdóttur sem starfað hefur sem útibússtjóri eða umboðsmaður Sjóvár á Selfossi frá árinu 1989.
Adólf býr á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni, Hildi Gestsdóttur og eiga þau einn son.