Aðrar tölur úr Suðurkjördæmi bárust um klukkan 1:20 og höfðu þá verið talin 12.967 atkvæði.
Örlitlar breytingar eru frá fyrstu tölum en Framsóknarflokkurinn bætir enn við fylgi sitt og er áfram með þrjá þingmenn.
Miðflokkurinn nær ekki inn manni en Birgi Þórarinsson, oddvita Miðflokksins, vantar 70 atkvæði til þess að fella oddvita Vinstri grænna út af þingi.
Sjálfstæðisflokkurinn 3.237 atkvæði, eða 25,4%
Framsóknarflokkurinn 3.165 atkvæði, eða 24,8%
Flokkur fólksins 1.687 atkvæði, eða 13.2%
Samfylkingin 951 atkvæði, eða 7,5%
Vinstri grænir 948 atkvæði, eða 7,4%
Miðflokkurinn 879 atkvæði, eða 6,9%
Viðreisn 729 atkvæði, eða 5,7%
Píratar 633 atkvæði, eða 5,0%
Sósíalistaflokkurinn 437 atkvæði, eða 3,4%
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 81 atkvæði, eða 0,6%
Auðir seðlar eru 206 (1,6%) og ógildir 23 (0,2%).
1. Guðrún Hafsteinsdóttir, D-lista
2. Sigurður Ingi Jóhannsson, B-lista
3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, F-lista
4. Vilhjálmur Árnason, D-lista
5. Jóhann Friðrik Friðriksson, B-lista
6. Ásmundur Friðriksson, D-lista
7. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, B-lista
8. Oddný G. Harðardóttir, S-lista
9. Hólmfríður Árnadóttir, V-lista
10. Guðbrandur Einarsson, C-lista (jöfnunarþingmaður)
Samkvæmt upplýsingum frá talningarstað á Selfossi eru öll atkvæði komin í hús, nema atkvæðin frá Hornafirði. Þau eru væntanleg seint í nótt og þegar talningu á þeim er lokið er hægt að hefja talningu á utankjörfundaratkvæðum.