Klukkan 21:10 í gærkvöldi barst björgunarsveitum í uppsveitum Árnessýslu útkall vegna bíla sem voru í vandræðum nærri Brúarhlöðum.
Þar voru tveir bílar fastir, ásamt 10 til 15 farþegum. Útkallsaðilar fluttu farþegana í skjól á næsta hótel meðan beðið var eftir dráttarbíl.
Aðgerðinni lauk í kringum miðnætti, eftir að búið var að losa báða bílana.
Glerhálka var á mörgum vegum í uppsveitunum í gær og lentu margir ökumenn í vandræðum þess vegna, enda ekki stætt á löngum köflum.