Á hvítasunnudag var Flugbjörgunarsveitin á Hellu boðuð út vegna bíla sem voru fastir í nágrenni Þórisvatns.
Farið var á tveimur bílum og þegar að var komið kom í ljós að einn bíll var fastur á vaði í Köldukvísl. Bíllinn var dreginn á þurrt, og ákvað ökumaður í kjölfarið að snúa við.
Annar jeppi var fastur í aur þar skammt frá, og var sá bíll einnig dreginn upp. Þriðji bíllinn var í vandræðum á svæðinu og þegar hann var orðinn laus hélt björgunarsveitarfólk til byggða.
