Ævintýraferð fjölskyldunnar á Suðurland í haustfríinu

Hægt er að fara á kayak á Stokkseyri. Ljósmynd/Aðsend

„Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu,“ segir Anna Valgerður Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands.

Markaðsstofan hefur tekið saman stutta kynningu á því sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í haustfríinu sem framundan er í grunnskólum um næstu helgi.

„Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu,“ segir Anna Valgerður og bætir við að söfnin séu einnig fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna.

„Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.“

Um næstu helgi verða ferðaþjónustuaðilar með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í haustfríinu. Allar nánari upplýsingar má finna á viðburðadagatali South.

Fyrri greinNaumt tap í Njarðvík
Næsta grein„Vildum gera eitthvað öðruvísi“