Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands (NFSu) afhenti nýlega SOS Barnaþorpum ágóðan af svokölluðum Góðgerðadögum sem félagið stóð fyrir í október í fyrra. Upphæðin var 550 þúsund krónur.
„Góðgerðadagarnir tókust vel í alla staði. Peningurinn rennur til þorpsins Jos í Nígeríu en það þorp mun NFSu koma til með að styrkja á næstu árum, svokallað framtíðarverkefni,“ segir Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður NFSu.