Afhverju náttúrupassi?

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00 í Tryggvaskála á Selfossi.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.

Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Fyrri greinUpprisunni frestað
Næsta greinTvær rútur útaf Suðurlandsvegi