Áflug olli straumleysi á Selfosslínu 2

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Straumur fór af Selfosslínu 2 á milli Selfoss og Hellu kl. 19:08 í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti varð hvergi rafmagslaust vegna þessa, en samkvæmt heimildum sunnlenska.is fór þó rafmagnið af í Mýrdalnum í um það bil tíu mínútur. Á Rangárvöllum og í Árnessýslu blikkuðu ljós en rafmagnið fór ekki af.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti var ástæða straumleysisins áflug, þannig að væntanlega hefur álft flogið á línuna. Selfosslína 2 var komin aftur í rekstur tæpum þrjátíu mínútum síðar.

UPPFÆRT 20:33

Fyrri greinHarma stöðuna sem komin er upp
Næsta greinSelfyssingar komust ekki á flug