Afmælishátíð í Barnaskólanum

Í dag er haldið upp á 160 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hátíðin var sett í skólanum á Eyrarbakka kl. 10:05 í morgun.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, tilkynntu það við setninguna að Sveitarfélagið Árborg ætlaði að gefa skólanum 160 þúsund krónur að í afmælsigjöf. Þúsund krónur fyrir hvert ár.

Í tilefni afmælisins var sett upp sýning í skólahúsinu á Eyrarbakka sem opin er til kl. 14 í dag. Þar erú sýndir ýmsir munir úr sögu skólans, m.a. gamlar ljósmyndir, lifandi myndir á tjaldi, bækur, kennslugögn og fleira. Í dag er einnig opið hús á Stokkseyri til klukkan 13:30.

Afmælissýningin á Eyrarbakka verður svo opin um helgina.

Foreldrar, gamlir nemendur og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir að fagna þessum merku tímamótum með nemendum og starfsfólki Barnaskólans.

Fyrri greinEllefu í framboði í flokksvali Samfylkingar
Næsta greinBensi: Forvarnir í Rangárþingi eystra