Í dag verður haldið upp á 50 ára afmæli Grunnskólans í Þorlákshöfn. Fjölbreytt dagskrá verður í tilefni þess í skólanum í dag.
Hátíðardagskrá hefst kl. 13 í íþróttamiðstöðinni þar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun mæta ásamt fleiri gestum.
Eftir að dagskránni lýkur í Íþróttamiðstöðinni mun starfsfólk Grunnskólans taka á móti gestum í skólanum. Þar verður sýning á verkum nemenda og gömlum og nýju bókum. Myndasýningar (árshátíðir, jólakvöldvökur o.fl.) verða á fjórum stöðum í skólanum.
Á sama tíma verður kaffihlaðborð í Versölum í boði Sveitarfélagsins Ölfuss.
Útiljósmyndasýning verður opnuð í Þorlákshöfn í dag og er hún tileinkuð skólanum.