Áfram aðhald með eftirlitsnefndinni

Sex mánaða uppgjör Skaftárhrepps sýndi að sveitarfélagið er á réttri leið við að greiða úr fjármálum sínum að mati Guðmundar Inga Ingasonar, oddvita.

Sveitarstjórnin ræddi uppgjörið á síðasta fundi sínum en Skaftárhreppur nýtur en aðstoðar frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Guðmundur Ingi sagði að reikningar félagsins sýndu að þeir væru réttu megin við núllið en áfram væri þörf fyrir verulegt aðhald.

Í júlí síðastliðnum gekk sveitarfélagið frá samningi við innanríkisráðuneytið sem kostar starf fjármálaráðgjafa hjá Skaftárhreppi á meðan greitt er úr fjármálum hreppsins.

Fyrri grein30% voru ferðamenn
Næsta greinDaunillur búrhvalur í Bakkafjöru