Áfram aðili að skólaskrifstofunni

„Við fundum fyrir miklum vilja frá öðrum sveitarfélögum að Árborg myndi halda áfram í þessum sam­starfi, enda Árborg ákveðinn kjarni vegna stærðar sinnar,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjar­ráðs Ár­borgar.

Ákveðið var á fundi bæjar­ráðs fyrir skömmu að Sveitar­félagið Árborg myndi halda áfram aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands. Til skoðunar var að hætta aðild að Skólaskrifstofunni og kanna hvort mögulega væri sparnaður af því flytja sérfræðiþjónustu grunn- og leikskóla í Árborg til sveitar­félags­ins.

„Eftir að hafa skoðað þetta og rætt við alla aðila var tal­ið heppilegra að gera þetta ekki,“ segir Eyþór.

Í fundargerð bæjarráðs var lagt áherslu á að leitað verði leiða til að hagræða og spara í rekstri Skólas­krifstofu Suður­lands. Eyþór segir að allir aðilar verði að vinna saman að því að hagræða og spara alls staðar sem mögulegt er. „En þó verðum við að varðveita þjónust­una við fólkið,“ sagði Eyþór.

„Ég er ánægður með þenn­an viðsnún­ing meirihlutans,“ sagði Eggert Val­ur Guðmundsson oddviti Sam­fylk­ingar­innar í bæjar­stjórn Árborgar um málið. „Vonandi verður þetta til þess að styrkja enn frekar samstarf sunnlenskra sveitar­félaga innan SASS,“ bætti hann við.

Fyrri greinRekstrartapið minna
Næsta greinLést í vinnuslysi