Áfram aukning í sölu

Alls var ellefu kaupsamningum fasteigna þinglýst í síðustu viku á Árborgarsvæðinu, þ.e. í vestanverðri Árnessýslu.

Um var að ræða tvo samninga um eignir í fjölbýli og níu samninga um sérbýli. Heildarveltan var 511 milljón krónur og meðalupphæð á samning 46,5 milljónir króna.

Þetta er talsvert hærri upphæð en undanfarna þrjá mánuði, þar sem meðal velta sölusamninga í viku hverri hefur verið um 245 milljónir króna, og meðalverð hverrar fasteignar um 27,8 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

Fyrri greinAlltaf einhverjir að versla á nóttunni
Næsta greinBarn missti meðvitund í setlaug