Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi virðist halda áfram af töluverðum krafti. Mikið öskufall er á svæðinu frá Mýrdalssandi og austur fyrir Freysnes í Öræfum.
Íbúar og ferðamenn á svæðinu eru hvattir til að halda sig innadyra og vera ekki á ferðinni á nauðsynjalausu. Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu.
Þjóðvegur 1, um Skeiðarársand, er lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Freysnesi.
Vísindamenn vinna að úrvinnslu gagna frá flugi í gærkvöldi og sýnatöku í nótt.
Keflavíkurflugvelli verður lokað kl.08:30. Sú lokun er byggð á spá frá bresku veðustofunni (London volcanic ash advisory centre)