Áfram læti í veðrinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi, meðalvindi meira en 20 m/s, við suður- og vesturströndina í nótt og fram undir hádegi.

Um vestanvert landið verða krapahryðjurnar að éljum og snjó festir á vegum á láglendi með tilheyrandi hálku í hita nærri frostmarki. Eins síðar meir austur með suðurströndinni. Í fyrramálið verður víða SV-stormur og blint í éljunum, sérstaklega á fjallvegunum.

Klukkan 17:55 í dag var hálka og éljagangur er á Hellisheiði en hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða krapi er á öðrum leiðum á Suðurlandi þó er Hringvegurinn greiðfær frá Hveragerði að Vík. Einnig er greiðfært með ströndinni frá Kirkjubæjarklaustri og austur á firði.

Fyrri greinSelfyssingur opnar skyndibitastað í Árósum
Næsta greinMiklar sveiflur í Hveragerði