Áfram leitað að Foley-Mendelssohn

Björgunarsveitir af Suður- og Suðvesturlandi munu í dag leita áfram að Fjallabaki að bandaríska ferðamanninum Nathan Foley-Mendelssohn sem saknað hefur verið síðan 10. september.

Búist er við að um eitthundrað manns muni taka þátt í leitinni.

Stefnt er að því að leita umhverfis Landmannalaugar því engar vísbendingar hafa fundist um veru hans eða ferðir annars staðar þrátt fyrir að búið sé að leita þeirra á stórum hluta gönguleiðarinnar milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Fyrri greinViðar til skoðunar hjá Vålerenga
Næsta greinSelfoss gaf eftir í lokin