Klukkan 11:13 í morgun mældist jarðskjálfti af stærð 3,1 norðanverðri Kötluöskjunni. Nokkir minni eftirskjálftar hafa fylgt, sá stærsti 2,4 að stærð.
Í gærmorgun, um klukkan hálfsjö, varð jarðskjálfti af stærðinni 3,0 í Mýrdalsjökli, um 4,2 kílómetrum austan við Goðabungu. Um þrjátíu minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.
Síðan varð rólegt þar til kl. 18:14 að skjálfti af stærðinni 3,3 mældist í norðaustanverðri Kötluöskjunni, en engir eftirskjálftar fylgdu honum.