Áfram skelfur í Vatnafjöllum

Hekla.

Jörð heldur áfram að skjálfa í Vatnafjöllum, sunnan við Heklu, en þar varð stór skjálfti þann 11. september síðastliðinn.

Á þessum sólarhring hefur mælst á þriðja tug skjálfta á svæðinu og hafa fjórir þeirra mælst yfir 3 að stærð.

Stærsti skjálftinn mældist klukkan 13:21 og var hann 3,8 að stærð og fannst víða í Rangárvallasýslu.

Fyrri greinJoe & the Juice opnar á Selfossi
Næsta greinUng skáld í Hveragerði verðlaunuð