Afrekið við Múlakvísl komið á skilti

Upplýsingaskilti um flóðið í Múlakvísl í júlí í fyrra og hvernig brú var byggð á sjö dögum var sett upp við ána fyrr í sumar.

Skiltin lýsa flóðinu, sagt er frá Kötlu og viðbúnaði vegna goss. Þá er því lýst hvernig brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar og aðrir starfsmenn unnu það afrek að byggja 156 m langa bráðabrigðabrú yfir jökulfljótið á sléttum sjö dögum.

Farið er yfir hvernig fólk og bílar voru ferjað yfir ána meðan á smíðinni stóð. Einnig er gömlu og nýju brúnni lýst. Jökulhlaupum er lýst og einnig því varnargarðakerfi sem upp er sett til að hafa taumhald á jökulfljótinu.

Fyrri greinVallarmetið féll á Kiðjabergi
Næsta greinJarðskjálfti í Mýrdalsjökli