Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að afskrifa útsvarsskuldir upp á ríflega 14 milljónir króna að tillögu sýslumannsins á Selfossi.
Um er að ræða uppsafnaðar útsvarsskuldir sem geta verið tilkomnar vegna gjaldþrota, uppgjörs á dánarbúum, fjármagnskostnaðar eða annara ófyrirséðra ástæðna.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að þetta sé heldur hærri tala en vanalega en þó ekki svo að það veki áhyggjur hjá bæjarstjórninni.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT