Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 12 á föstudag til klukkan 19 á föstudagskvöld.
Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 m/sek og snörpum vindhviðum við fjöll, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Spáð er talsverðri rigningu og fólki er bent á að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Síðdegis má reikna með mjög hvassri sunnanátt með sviptivindum og úrhellis rigningu eða slyddu.