Maðurinn sem lögreglan fjarlægði úr íbúðarhúsi á Eyrarbakka í fyrrinótt var aftur mættur á staðinn í gærkvöldi, drukkinn og til vandræða.
Maðurinn gisti fangageymslur á Selfossi í fyrrinótt en var sleppt í gær. Hann fór þá aftur á Eyrarbakka og tók upp fyrri iðju. Nú ók lögreglan honum til síns heima í Reykjavík.