Agnes Fríða Þórðardóttir frá Tyrfingsstöðum í Ásahreppi er nýr stallari í stjórn Mímis, nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni.
Síðastliðinn mánudag var ný stjórn Mímis kosin og var kosningaþátttaka mjög góð. Á mánudagskvöld var síðan aðalfundur félagsins og á honum var talið upp úr kjörkössum.
Auk Agnesar Fríðu er í stjórn þau Hekla Dís Sigurðardóttir, varastallari, Ástrós Eva Aðalbjörnsdóttir, gjaldkeri, Hrafntinna Jónsdóttir, vef- og markaðsfulltrúi, Katrín Ölversdóttir, ritnefndarformaður, Ragnar Leó Sigurgeirsson, tómstundaformaður, Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir og Þórkatla Loftsdóttir, árshátíðarformenn, Kjartan Helgason og Ragnar Dagur Hjaltason, íþróttaformenn, Heiðar Óli Jónsson og Teitur Snær Vignisson, skemmtinefndarformenn og þær Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Eydís Lilja Einarsdóttir eru jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar.