Agnes sigraði í upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum þennan veturinn fór fram í Hvolsskóla sl. miðvikudag.

Þar kepptu þátttakendur frá sex skólum; Hvolsskóla, Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, Kirkjubæjarskóla, Laugalandsskóla, Grunnskólanum á Hellu og Víkurskóla.

Í tilefni dagsins var slegið upp sýningu sem sýndi á margvíslegan hátt öflugt lista- og skólastarf í Hvolsskóla. Skreytingar við púlt voru handverk nemenda í 7. bekk og boðið var upp á margvísleg skemmtiatriði sem samanstóðu af tónlistarflutningi og leiklist samhliða keppninni. Friðrik Erlingsson, annað skálda keppninnar ávarpaði samkomuna.

Dómnefnd var skipuð þeim Þórði Helgasyni formanni dómefndar f.h. Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, Jóni Özuri Snorrasyni íslenskuennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Þorvaldi H. Gunnarssyni deildarstjóra í Vallaskóla á Selfossi.

Agnes Hlín Pétursdóttir, Hvolsskóla, varð hlutskörpust í keppninni en í 2. sæti varð Sara Renee Griffin, Grunnskóla Vestmannaeyja og þriðji Guðni Steinarr Guðjónsson, Hvolsskóla. Aukaverðlaun fékk Íris Þóra Sverrisdóttir, Laugalandsskóla.

Fyrri greinMenntaskólinn að Laugarvatni 60 ára
Næsta greinSkaftfellingar úr leik