Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands verður nýr sveitarstjóri Rangárþings ytra en hann er oddviti Sjálfstæðismanna, sem mynda hreinan meirihluta í sveitarfélaginu.
Hann mun því láta af störfum hjá Landbúnaðarháskólanum en Ágúst tekur við embætti sveitarstjóra af Drífu Hjartardóttur. Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra verður þann 23. júní næstkomandi.
Ágúst er frá Kirkjubæ á Rangárvöllum þar sem hann hefur stundað hrossarækt.