Ellefu frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Rangárþingi ytra til uppröðunar á D-listanum í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 14. apríl næstkomandi en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst þann 4. apríl.
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri, gefur einn kost á sér í 1. sæti listans. Auk hans er Haraldur Eiríksson, formaður byggðaráðs, sá eini af núverandi hreppsnefndarfulltrúum D-listans sem gefur áfram kost á sér.
D-listinn er með meirihluta í hreppsnefndinni, fékk 51,3% í kosningunum 2014 og fjóra hreppsnefndarfulltrúa.
Frambjóðendur í prófkjörinu eru:
Hugrún Pétursdóttir, nemi – óskar eftir stuðningi í 3.-4. sæti
Ína Karen Markúsdóttir, deildarstjóri og nemi í leikskólafræðum – óskar eftir stuðningi 5. sæti
Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður – óskar eftir stuðningi 4.-5. sæti
Sævar Jónsson, húsasmíðameistari og búfræðingur – óskar eftir stuðningi 2.-4. sæti
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri – óskar eftir stuðningi 1. sæti
Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjafulltrúi og stjórnmálafræðingur – óskar eftir stuðningi 2. sæti
Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri og formaður byggðarráðs, óskar eftir stuðningi 2.-4. sæti
Heimir Hafsteinsson, trésmíðameistari og umsjónarmaður fasteigna – óskar eftir stuðningi 2. sæti
Helga Fjóla Guðnadóttir, starfsmaður á Lundi, óskar eftir stuðningi 5.-6. sæti
Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar – óskar eftir stuðningi 3.-5. sæti
Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari – óskar eftir stuðningi 2.-3. sæti