Fyrir skömmu söfnuðu 22 göngumenn úr Ferðafélagi Mýrdælinga rúmum 240 þúsund krónum með áheitagöngu til fjáröflunar endurbyggingar Deildarárskóla.
Deildarárskóli stendur undir Barði í Höfðabrekkuafrétti og hefur verið unnið að endurbyggingu hans á síðustu árum. Gangan hófst við Deildará og lauk við skólann fyrir neðan Barð en gönguleiðin er um 15 km. Gangan tók um 6,5 klst. og söfnuðust 242.700 kr.
Ferðafélagið vill þakka fyrirtækjum og einstaklingum sem hétu á gönguna svo og þeim sem gengu og öllum öðrum sem hjálpuðu til á einhvern hátt. Sjá nánar á Vef Ferðafélags Mýrdælinga.