Skólabílstjórar í Hrunamannahreppi hafa fengið samþykktar breytingar á aksturtaxta sínum vegna hækkandi eldsneytisverðs og fleiri kostnaðarhækkana.
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps samþykkti að hækka taxta á hvern ekinn kílómetra um úr kr. 230 í kr. 235 eða um 2,1%. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. febrúar sl.
Ragnar Magnússon oddviti sagði í samtali við Sunnlenska að skólabílstjórarnir hefðu verið afskaplega þolinmóðir til þessa og að hreppsnefndinni hafi þótt meira en sjálfsagt að verða við ósk þeirra. Aksturtaxtinn hafi því verið hækkaður sem nemur vísitöluhækkun.