Álag á sekt fyrir hraðakstur á þungum bíl

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði 52 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku.

Einn þeirra var á ökutæki yfir 3.500 kg og fær hann því 20% álag á sektina sína. Sama regla gildir um bifreiðir sem eru undir 3.500 kg en draga eftirvagn, t.d. fellihýsi, tjaldvagn eða hjólhýsi.

Af þessum 52 ökumönnum voru 41 í Árnessýslu, átta í Rangárvallasýslu, tveir í Vestur- Skaftafellssýslu og einn á Hornafirði.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að sjö ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja sinna í umdæminu í liðinni viku.

Fyrri greinVélaskemma brann í Landbroti
Næsta greinByrjað að bólusetja 55-60 ára