Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um það kl. 17:30 í dag að alda hefði hrifið fólk með sér í Kirkjufjöru við Dyrhólaey. Fólkið slapp ómeitt frá volkinu.
Að sögn lögreglu skapaðist hætta þar sem hópur fólks var staddur við klauf í fjörunnu. Alda hreif þrennt úr hópnum og barst fólkið aðeins með henni en nærstaddir náðu að hjálpa þeim í land.
Fólkið slapp ómeitt frá volkinu fyrir utan að vera blautt og brugðið.
Lögreglan fór frá Vík á staðinn og setti lokunarborða við aðkomu að fjörunni.
Mikill öldugangur hefur verið í Víkurfjöru, Reynisfjöru og við Dyrhóley í dag og vill lögreglan vara fólk við að fara í fjöruna við þessar aðstæður.