Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg, er ein þeirra sem tekur þátt í prófkjöri Pírata fyrir komandi Alþingiskosningar.
Álfheiður leiddi lista Pírata í síðustu Alþingiskosningum en hún sækist ekki eftir 1. sætinu í þetta sinn.
„Ég er mjög ánægð sem bæjarfulltrúi í Árborg og sækist því ekki eftir oddvitasæti. Ég styð og treysti Mumma Tý Þórarinssyni, sem ég hef þekkt til margra ára, fyllilega til þess að leiða lista Pírata í kjördæminu,“ sagði Álfheiður í samtali við sunnlenska.is.
Prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi lýkur kl. 16 í dag en níu frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjörinu.