Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur á Selfossi, mun áfram leiða Pírata í Árborg en hún sigraði í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor, sem lauk í dag kl 15.
Í prófkjörinu kusu 20 manns en 113 voru á kjörskrá, þannig að kjörsókn var 17,7%. Þrír voru í framboði, á eftir Álfheiði kom Gunnar E. Sigurbjörnsson í 2. sæti og í 3. sæti varð Ragnheiður Pálsdóttir.
Eins og í kosningunum 2018 bjóða Píratar fram með bæjarmálafélaginu Áfram Árborg. Í síðustu kosningum skipaði Álfheiður 2. sæti listans en Á-listinn fékk einn mann kjörinn.