Þjóðhátíðardagurinn heilsaði ökumönnum í Svínahrauni með alhvítri jörð og þrumum og eldingum um klukkan eitt í nótt.
Úrkomubakki lá yfir Hellisheiði og Svínahrauni á tímabili í kvöld og snjóaði talsvert á litlu svæði í Svínahrauni. Á Heiðinni var 5°C hiti kl. 1 í nótt.
Annars má búast við ágætu Þjóðhátíðarveðri, austlægri átt, 3-8 m/s. Rigning með köflum en úrkomulítið undir kvöld. Hiti 8 til 13 stig að deginum.