Búið er að sækja um að fá úthlutað öllum lóðum við nýja götu á Hvolsvelli, Sólbakka. Alls eru þetta lóðir fyrir níu íbúðareiningar, tvö parhús og fimm íbúða raðhús.
„Þetta eru til þess að gera litlar íbúðir, þar sem gert er ráð fyrir því að íbúarnir séu svona „sextíuplús“, og vilja geta nýtt sér þjónustuna í nágrenninu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.
Í nágrenninu eru bæði heilsugæslan og hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll.