Gleðin var við völd á konukvöldi Lindex á Selfossi sem fram fór í kvöld.
Konur á öllum aldri hittust og gerðu sér glaðan dag innan um litríka kjóla og annan sumarfatnað. Stílisti var á staðnum til að gefa góð ráð, boðið var upp á brjóstahaldaramælingu, verslunin Hermosa kynnti unaðsvörur ástarlífsins og kynning var á Tupperware vörum.
Léttar veitingar voru í boði, Kjötbúrið mætti og gaf smakk af dýrindis réttum og 20% afsláttur var af öllum vörum. Fyrstu viðskiptavinirnir fengu að auki gjafapoka sem innihélt ýmislegt fallegt og nytsamlegt.