Samkvæmt upplýsingum frá RARIK eru allir á Suðurlandi með rafmagn eftir því sem best er vitað, fyrir utan nokkur sumarhús. Sumir fá þó rafmagn með varaafli.
Enn geta verið bilanir í kerfinu sem RARIK veit ekki um t.d. í sumarhúsabyggðum og öðrum stöðum þar sem ekki er föst búseta.
Viðgerðir munu standa yfir næstu daga og vikur. Á því tímabili má búast við rafmagnstruflunum á Suðurlandi bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan á viðgerð stendur.
Í Sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur.