Allir stoppaðir á Tryggvatorgi

Lög­regl­an á Suður­landi var með eft­ir­lit með allri um­ferð sem fór um Tryggvatorg á Sel­fossi um miðnætti.

Af 70-80 öku­mönn­um sem voru stöðvaðir var aðeins einn sem var yfir mörk­un­um varðandi áfeng­isneyslu og var hon­um gert að hætta akstri.

Einn reynd­ist án öku­rétt­inda þar sem hann hafði verið svipt­ur þeim.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinHristingur í Henglinum
Næsta greinFimm hleðslustöðvar fyrir rafbíla settar upp í Árborg