Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí, verður opnaður bókamarkaður í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi með nýjum og notuðum bókum.
Allar bækur verða þar á sama verði, 500 krónur stykkið. Fullt hús bóka og mörg hundruð titlar í boði.
Það eru Bókakaffið sem stendur að markaðinum í samvinnu við Bókabæina austanfjalls. Hér verður úrval bókmenntaverka, ævisagna, þjóðsagna, fræðirita og bóka um aðskiljanlegustu málefni.
Í notuðu bókunum er yfirleitt ekki nema eitt eintak af hverjum titli og þá gildir hið fornkveðna að fyrstir koma, fyrstir fá.
Fjölmörg bókaforlög, bæði stór og smá, leggja markaðinum lið með afsláttarsendingum af lagerum og allir ættu því að finna hér eitthvað við sitt hæfi.
Bókamarkaðurinn verður fyrst um sinn opinn frá 12-18 frá föstudegi til sunnudags.