Allir vinningsmiðarnir seldir í Bjarnabúð

Bjarnabúð. Ljósmynd/Bjarnabúð

Fjórir voru með hinn alíslenska þriðja vinning í Víkingalottóinu í kvöld, fimm tölur réttar, og hlaut hver og einn tæpar 1,3 milljónir króna í vinning.

Allir vinningsmiðarnir voru seldir í Bjarnabúð í Reykholti þannig að Tungnamenn eru hvattir til þess að kíkja á miðana sína. Samanlögð vinningsupphæð miðanna fjögurra úr Bjarnabúð eru rúmar 5 milljónir króna.

Vinningstölur kvöldsins voru 2-10-20-26-29-24 og víkingatalan var 7. Enginn var með sex rétta og víkingatölu, eða sex rétta í útdrætti kvöldsins.

Fyrri greinHáþrýstiþvottur ein smitleiðanna
Næsta grein„Ótrúlega sáttur með frammistöðuna“