Allsnakinn og minnislaus eftir sveppaneyslu

Lögregla var kölluð að íbúðarhúsi á Selfossi aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að þar væri maður sem ekki ætti þar að vera.

Þegar lögreglumenn komu inn í íbúðina sá þeir allsnakinn karlmann sem lá sofandi í sófa inni í stofu. Af ummerkjum að dæma hafði maðurinn dvalið um tíma í íbúðinni, allt að hálfan sólarhring. Hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og gat ekki gert grein fyrir veru sinni og bar við minnisleysi af völdum sveppaneyslu.

Eigendur íbúðarinnar eru á ferðalagi erlendis. Maðurinn verður kærður fyrir húsbrot og fyrir brot á lögum um meðferð fíkniefna en hjá honum fundust sveppir sem sendir verða til efnagreiningar.

Fyrri greinVilji til að skipta eigninni upp
Næsta greinDagbók lögreglu: Kortaskúrkur, skemmdarverk og sleðaslys