Allt á floti á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi eru búnir að fara í þrjú útköll í dag þar sem vatn hefur leitað inn í hús.

„Þetta eru tvö útköll á Selfossi þar sem hefur þurft að hreinsa upp vatn. Við erum ekki enn að sjá að vatn sé að koma upp um niðurföll í kjöllurum en skotrennur hafa verið stíflaðar af klaka og vatnið þá leitað undir klæðningu. Á Stokkseyri var svo útkall þar sem hús var umflotið vatni og farið að berast inn í hús,“ sagði Halldór Ásgeirsson, varðstjóri hjá BÁ, í samtali við sunnlenska.is. „Það verða örugglega áframhaldandi svona verkefni í dag.“

Mikið vatn er víða á götum í þéttbýlisstöðum og keppast menn við að opna frá niðurföllum með ýmsum ráðum.

Guðmundur B. Sigurðsson hjá GBS gröfuþjónustu hefur haft í nægu að snúast að losa frá niðurföllum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Slökkviliðið fór í útkall vegna vatns í íbúð í Álftarima. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Starfsmenn Borgarverks losa frá niðurföllum á Reynivöllunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinMinna afrennsli en útlit var fyrir
Næsta greinDrekinn verður Menam Dim Sum