Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 á nokkrum stöðum undir Eyjafjöllum. Allt er á floti í Skógum og við Djúpadal.
Þá flæðir vatn yfir veginn beggja vegna við brúna yfir Bakkakotsá.

Samkvæmt upplýsingum af umferdin.is er þjóðvegurinn lokaður og fólk hvatt til að fara með gát um svæðið.
Einnig er varað við grjóthruni undir Eyjafjöllunum.
Þá er vegur í sundur á Ásólfsskálahringnum þar sem Holtsáin rennur yfir bakka sína.
Raufarfellshringurinn er einnig í sundur við eystri afleggjara.