Það er blautt á Þingvöllum þessa stundina og verður áfram einsog víðast hvar á landinu. Landverðir hafa þurft að loka nokkrum stígum og sett upp keilur og línur við Öxarárfoss til að stýra umferð ferðamanna.
Einsog spáð var þá hafa Öxará og Öxarárfoss breytt um svip. Þetta eru góð flóð en í takt við það sem þekkist þegar flæðir mikið. Það sem hjálpar nú er að jörð er ekki frosin og því nær vatnið ofaní jörð.
Þrátt fyrir rok og rigningu þá er tölvuvert af ferðamönnum á ferð. Þeir staldra þó styttra við en þó eru einhverjir sem voga sér að ganga nokkurn spöl.
Eins og myndin sem fylgir fréttinni sýnir, hafa kafarar í Silfru fundið aðra staði til þess að busla á í dag.