Miklum snjó hefur kyngt niður í Gunnarsholti og voru bílastæðin við starfsstöðvar Landgræðslu ríkisins nánast orðin ófær, áður en vélamenn gripu til sinna ráða.
Snjórinn hefur hins vegar glatt skíðagöngumenn í Gunnarholti.
Á Facebooksíðu Landgræðslunnar er haft eftir „elstu mönnum“ að það þyrfti að fara aftur um ein 20 ár til að finna sambærilegan snjóavetur.