Lífland lækkaði í gær verð á kjarnfóðri fyrir mjólkurkýr og nautgripi um 4-10 prósent.
„Lífland vill kappkosta að bjóða viðskiptavinum sínum bestu verðin á framleiðslu fyrirtækisins hverju sinni og í ljósi markaðsaðstæðna framkvæmum við þessað verðlækkun,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Líflands.
„Lífland framleiðir sitt eigið fóður og býður upp á fjölbreytt úrval af kjarnfóðri úr úrvals hráefnum. Við leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við bændur og veitum faglega og áreiðanlega ráðgjöf til að mæta þörfum og óskum hvers og eins viðskiptavinar,“ bætir Ingibjörg við.